Vorferð hjá sunddeild Tindastóls  f/sundiðkendur og fjölskyldur. Dagsferð og stefan er tekin á Varmahlíð.

Þetta er fimmtudagurinn 17.maí sem er frídagur hjá flestum en ef að foreldri er að vinna þá væri hægt að taka að sér börn og sameina í bíla og hafa skemmtilegan dag.

Lagt af stað frá Sauðárkrókssundlaug kl. 9:30

 Dagskrá :

  • Skemmtileg sundæfing  og frjálstími í sundlaug Varmahlíð hjá Ingunni Kristjánsd sundþjálfara kl. 10 reikna með sirka 1 ½ tíma í laug. Foreldrar geta slappað af í heitapottinum og margt fl. (fullorðna fólkið borgi sjálft ofan í og krakkarnir noti þjónustukortið.)
  •  Grillað verður girnilegar lambasneiðar, pylsur  og meðlæti að hætti stjórnar uppá tjaldsvæðinu í boði sunddeildar.
  • Farið verður í  leiki milli foreldra og krakkana og fl..skemmtilegt grín og glens.

Skráning er hafin í s: 8561812, er á facebook Thorgerdur Eva Thorhallsd hægt að senda mér línu eða á netfang skog3ar@visir.is , og síðasti skráningardagur 14.maí.