Miðjumaðurinn ungi Vitor Vieira Thomas hefur sagt skilið við KF, og það í annað sinn. Hann hefur núna fengið samning við Víking í Ólafsvík. Vitor er 21 árs og var einn af lykilmönnum KF í fyrra og spilaði 23 leiki í deild og bikar. Árið 2018 var hann á mála hjá Val í Reykjavík. Vitor á 41 leik með KF og skoraði 5 mörk. Óskum honum velfarnaðar hjá nýju félagi.

Víkingur Ólafsvík leikur í Lengjudeildinni, og er það gott skref fyrir þennan unga knattspyrnumann.