Hinn frábæri upplýsingabrunnur um Vísnasafn Skagfirðinga hefur nú verið opnaður á nýjum stað. Fjölmargar góðar vísur er þar að finna sem gaman er að kíkja á. Nýja slóðin er: http://www.bragi.arnastofnun.is/skag/
Hérna er ein góð í tilefni Öskudags sem senn líður að:
Allir hlæja á öskudaginn.
Ó, mér finnst svo gaman þá.
Hlaupa lítil börn um bæinn
og bera poka til og frá.
Höf: Ókunnugur.