Ljóðasetur Íslands stóð fyrir Ófærðargöngu með leiðsögn um söguslóðir þáttarins Ófærðar sem sýndur hefur verið á RÚV. Gangan var hluti af dagskrá Síldarævintýris í dag og var töluverður fjöldi sem mætti í gönguna, eða um 35-40 manns. Þórarinn Hannesson leiddi hópinn um Siglufjörð.