Vinnumálastofnun hefur tilkynnt að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi fengið úthlutað stuðningi fyrir 5 störfum í sumar, til að styðja við sumarráðningar námsmanna og atvinnuleitenda sem er sami fjöldi og árið 2011.  Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um 20 störf.

Byggðarráð Skagafjarðar hefur lýst vonbrigðum með niðurstöðuna þar sem Skagafjörður nýtur ekki þeirrar fjölgunar frá fyrra ári, sem auglýst var af hálfu Vinnumálastofnunar.