Þriðjudaginn 7. febrúar boðar Íslandsstofa til fundar um möguleg tækifæri ferðaþjónustuaðila í kvikmyndatengdri ferðaþjónustu. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 10-12.

 

Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á stórum verkefnum í kvikmyndagerð hér á landi. Í sumum tilfellum er um að ræða stórmyndir sem vakið hafa athygli kvikmyndaáhugafólks víða um heim. Áhugavert er að skoða hvaða tækifæri þetta skapar fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki til aukins vöruframboðs.

 

Dagskrá:

 

• Joakim Lind, markaðssérfræðingur og einn eiganda almannatengslafyrirtækisins Cloudberry communication í Svíþjóð:

 

  • – Skammtíma- og langtímaáhrif framleiðslu og markaðssetningar kvikmynda
  • – Stieg Larsson þríleikurinn og áhrif á ímynd Svíþjóðar
  • – Áhrif kvikmyndanna um Wallander

 

Harvey Edington, kvikmyndasérfræðingur hjá National Trust í Bretlandi:

 

  • – Hvernig kvikmyndagerð getur stuðlað að auknum heimsóknum á vissa tökustaði og aukið sögulegt gildi þeirra í leiðinni

 

National Trust hefur til umráða 200 sögufrægar byggingar og 970 km af strandlengju, auk rúmlega 2000 km2 landsvæðis, þar sem að meðaltali þrjú kvikmyndateymi eru að störfum á hverjum degi. Dæmi um kvikmyndir eru t.d. Pride and Prejudice, Harry Potter, The Dark Knight og Tomorrow Never Dies.

 

Þór Kjartansson, kvikmyndaframleiðandi hjá Truenorth:

 

 

 

  • – Möguleg tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila í gegnum kvikmyndagerð á Íslandi
  • – Yfirlit yfir tökustaði á Íslandi

 

Fundarstjóri: Einar H. Tómasson – Film in Iceland
Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

 

Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Einar H. Tómasson, einar@filminiceland.com