Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur lagt til við Dalvíkurbyggð að stofnaður verði Íþrótta- og leikjaskóli Dalvíkurbyggðar. Við gerð fyrirkomulagsins voru íþrótta- og leikjaskólar hjá KA og Þór hafðir að leiðarljósi. Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis myndi reka skólann og er lagt til að Dalvíkurbyggð standi straum að launakostnaði starfsmanna og útvegi aðgang að aðstöðu sveitarfélagsins og aðstoð fengist frá vinnuskóla.
Erindið var tekið fyrir á fundi Íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar í vikunni og var vel tekið í hugmyndina. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir fjármagni á árinu 2019 í slíkt verkefni. Mikilvægt er að stór verkefni sem þarfnast fjármagns komi til ráðsins að hausti áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst.
Erindinu hefur því verið vísað til fjárhagsáætlunar 2020 næsta haust.