Foreldrafélagið Leiftur í Ólafsfirði hefur sótt um styrk til Fjallabyggðar að upphæð 1.1 milljón króna til að setja upp ærslabelg í Ólafsfirði. Málið er í skoðun hjá bæjarráði Fjallabyggðar og er unnið að því að finna góða staðsetningu í Ólafsfirði.