Vilja reisa nýtt hótel á Sauðárkróki

Fyrirtækið Hymir ehf hefur sótt um lóð undir hótel á Sauðárkrók á Flæðum við Faxatorg. Fyrirtækið hyggst reisa 60 til 80 herbergja hótelbyggingu. Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur tekur jákvætt í erindið og samþykkt að taka svæðið til deiliskipulagsmeðferðar.