Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð geti fengið leigt listaverk úr Listaverkasafni Fjallabyggðar tímabundið. Nefndin hefur gert drög að útlánareglum sem tekur meðal annars til ábyrgðar lántaka og kostnaðar við útlán.

Málinu hefur verið vísað til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði Fjallabyggðar og verður fróðlegt að sjá hvort þetta mál hljóti brautargengi þar.