Félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók fyrir erindi á fundi í dag frá stjórn Íbúa og átthagafélags Fljóta um rekstraröryggi sundlaugarinnar á Sólgörðum. Í erindinu kemur fram að ekki hafi verið hægt að tryggja nægjanlega heitt vatn til laugarinnar vegna ástands lagnakerfis. Nefndin hefur hvatt til þess að nauðsynlegu viðhaldi laugarinnar verði hraðað sem mest þannig að rekstraröryggi hennar verði tryggt.