Vilja hefta útbreiðslu lúpínu í Fjallabyggð

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur tekið upp umræðu um útbreiðslu lúpínu í Fjallabyggð og aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar.
Nefndin hefur lagt til að reynt verði að hefta frekari útbreiðslu lúpínu á ákveðnum svæðum í Fjallabyggð.