Skíðadeild Tindastóls hefur óskað eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð Skagafjarðar tók málið upp á síðasta fundi og ákvað að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og óskaði eftir afriti af samningnum á milli skíðadeildarinnar og AVIS.

Vinstri grænir og óháðir lögðu fram tillögu um að sveitarfélagið ætti að móta sér stefnu með hvaða hætti samningar einkaaðila eru gerðir við íþróttafélög um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt var á fundinum að sveitarstjóri kæmi með tillögu að stefnu fyrir sveitarfélagið.