Vilja aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði

Fjallabyggð skoðar þá hugmynd að gera aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði, en Helgi Jóhannsson íbúi í Fjallabyggð hafði sent sveitarfélaginu erindi þess efnis.  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar telur málið áhugavert og finnst brýnt að skapa aðstöðu fyrir þessa íþróttaiðkun og hefur vísað málinu áfram til bæjarráðs Fjallabyggðar til nánari skoðunar.