Vilja að Fjallabyggð taki á móti spænskum unglingum

Ferðaskrifstofan Mundo hefur óskað eftir samstarfi við Fjallabyggð vegna móttöku á 10-15 spænskum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sumarið 2018. Þau myndu dvelja í Fjallabyggð í mánuð, á jafnmörgum heimilum. Mundo sér um að finna fjölskyldur fyrir ungmennin og verður með manneskju sem sinnir þeim á meðan á dvöl stendur ef eitthvað kemur upp á.  Óskað er eftir því að Fjallabyggð lofi spænsku ungmennunum að taka þátt í unglingavinnunni í Fjallabyggð.