Víkingar og Tindastóll áttust við í dag í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. Víkingar gerðu út um leikinn á nokkrum mínútum með þremur mörkum. Eftir 15 mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir Víkinga. Fyrsta markið gerði Patrik Snær á 11 mínútu, annað markaði kom svo á 14. mínútu og var það  Viktor Jónsson sem átti það mark. Mínútu seinna eða á 15. mínútu var það markahrókurinn mikli Hjörtur Hjartarson sem gerði út um leikinn og bætti við þriðja markinu.

Víkingar gerðu fjórar skiptingar í síðari hálfleik og gátu leyft sér að hvíla menn eins og Helga Sigurðsson og Reyni Leósson. Tindastólsmenn gerðu eina skiptingu en Hilmar Þór kom inná fyrir Pálma Þór á 76 mínútu.  Lokamarkið kom í blálokin og var það varamaðurinn Þórður Rúnar sem skoraði markið á 92. mínútu.

Víkingar eru þar með komnir á topp riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo sigurleiki gegn Keflavík og Tindastól í dag. Tindastóll er stigalaust á botninum eftir tvo leiki.

1-0 Patrik Snær Atlason 11. mín
2-0 Viktor Jónsson  14. mín.
3-0 Hjörtur Hjartarson 15. mín
4-0 Þórður Rúnar Friðjónsson 92. mín.

Leikskýrslan frá KSÍ er hér.