Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum. Auglýst var eftir áhugasömum leigjendum í nóvember. Alls bárust fjögur tilboð.

Við yfirferð á framlögðum tilboðum og hugmyndum um fyrirhugaða starfsemi gilti menningarlegt vægi 50% af mati og leigufjárhæð 50%.

Með hliðsjón af því hefur stjórn Akureyrarstofu samþykkt að gengið yrði til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Mynd: Akureyri.is