Viðgerð á viðlegukanti á Hofsósi

Hafin er vinna við viðgerð á viðlegukanti á norðurgarði á Hofsósi.  Viðgerðin nær til um 15-20 metra kafla við löndunarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni.
Verkið er unnið af Köfunarþjónustunni og er áætlaður kostnaður um 15 milljónir.