Sævar Birgisson gekk nýlega áheitagöngu frá Sauðárkróki til Ólafsfjarðar. Sævar hefur sett stefnuna á að ná lágmörkum fyrir Ólympiuleikana í Rússlandi 2014 og er heildarlengd keppnisgreinanna þar sú sama og frá Sauðárkróki til Ólafsfjarðar, þ.e. 112 km. Sævar lagði af stað frá sundlauginni á Sauðárkróki um kl.9 og kom til Ólafsfjarðar um kl. 17. Sævar var á hjólaskíðum, ýmist hefðbundið eða skaut.