Í dag, miðvikudaginn 8. ágúst verða nokkrir viðburðir vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. Markaður, tónleikar, fiskidagsföndur og Zumba í sundlauginni á Dalvík.

Markaður við Dalbæ, Dvalarheimili aldraðra

Skemmtilegur “prúttmarkaður” við Dalbæ, miðvikudaginn 8. ágúst frá kl. 13.00 – 16.00. Sala á vöfflukaffi, tónlist og fjör. Fatnaður, skrautmunir, eldhúsáhöld, handverk, árstíðarvörur, bækur, sultur, bakkelsi og dót af ýmsu tagi. Allir velkomnir !

Ungversk sópransöngkona heldur tónleika í Dalvíkurkirkju
Bernadett Hegyi er frá Búdapest í Ungverjalandi heldur tónleika í Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 20.30 Hún er sópran og starfar með þjóðkórnum í Búdapest. Bernadett hefur nýhafið starfsferil sinn sem sólóisti.

Fiskidagsföndur og vináttubandagerð
Miðvikudagurinn 8. ágúst milli kl.14:00 og 16:00
Í tilefni þess að allt skal í lag fyrir Fiskidag þá ætlar bókasafnið  að bjóða áhugasömum að koma á safnið og huga að Fiskidagsskreytingum. Nú er lag að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni, sjá í hvaða ferðalag þið eruð tekin og toppa skreytingarnar frá því í fyrra. Það verður hægt að nálgast einfaldan efnivið á safninu en ef hugmyndirnar eru stórar og þarfnast sérstaks efniviðs mælum við með að fólk komi með það sjálft. Við erum hins vegar til í að dást að verkinu þá er mælt með að menn taki slíkt með sér. Fyrir þá sem hafa enga hugmynd hvað þeir eiga að gera mun starfsfólkið aðstoða og verað tilbúin eitthvað einfalt og gott sem allir aldurshópar ættu að geta dúllað sér við. Í fyrra var boðið upp á kennslu í vinabandagerð verður það endurtekið í ár.

Hlökkum til að hitta ykkur öll og eiga með ykkur skapandi Fiskidagsstund.

Fjölskylduganga fram að Kofa – Dísa í Dalakofanum.

Fiskidagurinn mikli mun líkt og undanfarin ár koma upp sérstakri gestabók í kofanum sem stendur í Böggvisstaðadal. Þeir sem skrifa í gestabókina lenda í potti og á aðalsviði Fiskidagsins mikla verða vinningar dregnir út. Kofinn stendur á tóftarbrotum smalakofa sem þar stóð til skamms tíma. Sagnir herma að þar hafi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi ort kvæðið um Dísu í dalakofanum. Lagt verður upp frá Dalvíkurkirkju kl. 16:00 miðvikudaginn 8. ágúst undir leiðsögn. Gangan tekur um þrjár klukkustundir, fram og til baka og er öllum fær.

Tónleikar á Höfðanum í Svarfaðardal
Þau Jón Ólafsson og Hildur Vala verða með tónleika í samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal miðvikudagskvöldið 8. ágúst kl. 21:00 Miðaverð 3.500 kr. Og miðar seldir við innganginn einnig verður hægt að forpanta miða hjá birgir@icefresh.is eða einarhaf@gmail.com.

Frítt Fiskidagszumba
Öllum verður boðið í FiskidagsAquaZumba miðvikudaginn 8. ágúst milli kl. 17.00 og 18.00 í sundlaug Dalvíkurbyggðar, frítt í tímann og í laugina. er Kennari Eva Reykjalín.