Hinir árlegu Vetrarleikar Ungmenna og Íþróttasambands Fjallabyggðar(ÚÍF) verða haldnir laugardaginn 7. apríl  og sunnudaginn 8. apríl.  Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður í boði, ganga, badminton, sund, skíði, blak og hestamennska.

Laugardagur 7. apríl:

  • Kl. 13:00              Létt ganga með Umf. Glóa.
    Mæting við Ráðhús. Endað með veitingum og ljúfum tónum á Ljóðasetri.
  • Kl. 15:00-16:30   Badminton fyrir alla á vegum TBS í íþróttahúsinu á Siglufirði.
  • Kl. 14:00-18:00   Frítt í sund á Siglufirði

Sunnudagur 8. apríl:

  • Kl. 10:30            Símnúmeramót hjá Skíðafélagi Siglufjarðar í Skarðinu.
  • Kl. 12:00-14:00  Blak fyrir alla í umsjón Blakfélags Fjallabyggðar.
  • Kl. 14:00-17:00  Hestamannafélagið Glæsir. Boðið upp á að fara á bak og teymt undir.