Fyrsta svonefnda „skiptihelgi“ vetrarins er framundan hjá skíðafólki. Helgina 14.-16. desember getur skíðafólk notað vetrarkortin sín á fimm skíðasvæðum á Norðurlandi burt séð frá því hvar þau eru keypt. Skíðasvæðin sem um ræðir eru á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Það eina sem fólk þarf að gera er að framvísa vetrarkorti sínu í miðasölu viðkomandi skíðasvæðis og fá lyftumiða fyrir daginn. Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar á skíðasvæðum Norðurlands og hafa þær mælst afar vel fyrir hjá fólki sem vill fara sem víðast og prófa nýjar brekkur. Stefnt er að því að skiptihelgarnar í vetur verði fimm.