Alls bárust tvö tilboð í endurnýjun á vatnsdælum vegna neysluvatns á Siglufirði. Tilboðin komu frá Aflhlutir ehf. og Vélar ehf. og var stórmunur á þeim.

Tilboð: 

  • Aflhlutir ehf. kr. 2.950.000
  • Vélar ehf. kr. 1.590.000

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboð Véla ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi, kr. 1.590.000 í vatnsdælur vegna neysluvatns á Siglufirði.