Veiga Grétarsdóttir, kayakræðari og transkona frá Ísafirði rær nú á kayak umhverfis Ísland og safnar áheitum fyrir Píeta samtökin, sem sinna þjónustu við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendu þeirrar.
Veiga kom til Siglufjarðar um kl. 18:00 í gær. Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði tóku á móti henni við minni Héðinsfjarðar og Gestur Hansson og fjölskylda úr Top Mountaineering mættu henni við Selvíkurvita og fylgdu henni einnig síðasta spölinn. Fjölmenni var við fjöruna þar sem Veigu kom í land. Sigló Hótel bauð Veigu svo gistingu síðastliðna nótt.
Veiga hélt fyrirlestur í gærkvöldi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, þar sem hún talaði um reynslu sína af vanlíðan, sjálfsvígshugsunum, kynleiðréttingarferlinu og hvernig kajaksiglingar hafa hjálpað henni að finna tilgang með lífinu.
Veiga lagði svo af stað frá Siglufirði rétt eftir kl. 10:00 í morgun og var komin út fyrir Siglufjörð um klukkutíma síðar. Næsta stopp hjá henni var rétt við Haganesvík.
Frekari upplýsingar um Veigu og verkefnið hennar má finna á eftirfarandi vefslóðum: http://www.veiga.is og https://pieta.is/a-moti-straumnum/
Ljósmyndir: Fjallabyggð.isHeimild: Fjallabyggð.is