Síðustu daga hefur tæknideild Fjallabyggðar unnið að því að gera við þá vegi sem fóru í sundur á Siglufirði í vatnsflóðinu í lok ágústmánaðar. Búið er að tvöfalda rörin undir Hólaveg og Fossveg þar sem Hvanneyraráin tók þá í sundur.  Þá hefur verið unnið við að laga bílastæði og hleðslustein við Heilsugæsluna á Siglufirði.