Skólarnir á Norðurlandi utan Akureyrar kepptu í 8. riðli í Skólahreysti í dag. Keppnin fór fram á Akureyri og keppt var í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut.  Varmahlíðarskóli vann nokkuð örugglega, annað árið í röð með 57,50 stig.  Grunnskólinn Austan Vatna var í öðru sæti með 47 stig og Grunnskóli Fjallabyggðar í 3. sæti með 35,50 stig. Grunnskóli Fjallabyggðar var í 7. sæti á síðasta ári í sömu keppni með 35 stig, en í ár voru það 35,5 stig og 3. sæti.

Grunnskóli Fjallabyggðar var í 3. sæti í upphífingum, neðsta sæti í armbeygjum, 5 .sæti í dýfum næst neðsta sæti í hreystigreip og 2. sæti í hraðbraut.  Hægt er að sjá öll úrslit á skólahreysti.is.

Skóli Gildi Stig
Varmahlíðarskóli 57.5 57,50
Grunnskólinn austan Vatna 47 47,00
Grunnskóli Fjallabyggðar 35.5 35,50
Borgarhólsskóli 35 35,00
Dalvíkurskóli 33.5 33,50
Húnavallaskóli 32 32,00
Naustaskóli 30 30,00
Grunnskólinn á Þórshöfn 28 28,00
Hrafnagilsskóli 19.5 19,50
Þelamerkurskóli 12 12,00