Skólarnir á Norðurlandi utan Akureyrar kepptu í 9. riðli í Skólahreysti á miðvikudaginn síðastliðinn. Keppt var í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut.  Mikil spenna var meðal þriggja efstu liðanna, en Varmahlíðarskóli var efstur með 49 stig, Grunnskólinn Austan Vatna með 48 stig og Dalvíkurskóli með 46 stig. Grunnskóli Fjallabyggðar var í 7. sæti með  35 stig, en skólinn var í öðru sæti í upphífingum og dýfum og fékk tvisvar sinnum 9 stig úr þeim greinum. Ekki gekk eins vel í öðrum greinum í þetta skiptið hjá Grunnskóla Fjallabyggðar.  Hægt er að sjá öll úrslit á skólahreysti.is.