Varmahlíðarskóli varð hlutskarpastur í sínum riðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri á fimmtudag og er þar með kominn í úrslitakeppnina sem fram fer þann 26. apríl í Laugardalshöll. Skagfirsku skólarnir í Varmahlíð, austan Vatna og á Sauðárkróki röðuðu sér í þrjú efstu sætin en Húnavallaskóli kom þar næstur.

Það verða því Varmahlíðarskóli, Hvolsskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Grunnskóli vestur Húnvetninga, Grunnskólinn á Ísafirði, Egilsstaðaskóli og Giljaskóli sem etja kappi í úrslitum í Skólahreysti 2012-03-30

Úrslitin voru eftirfarandi:

Skóli Gildi Stig
Varmahlíðarskóli 40 40,00
Grunnskólinn austan Vatna 38 38,00
Árskóli 37 37,00
Húnavallaskóli 31 31,00
Hafralækjarskóli 29 29,00
Grunnskóli Fjallabyggðar 28 28,00
Grenivíkurskóli 25 25,00
Blönduskóli 24 24,00
Dalvíkurskóli 18 18,00