Varmahlíðarskóli varð hlutskarpastur í sínum riðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri á fimmtudag og er þar með kominn í úrslitakeppnina sem fram fer þann 26. apríl í Laugardalshöll. Skagfirsku skólarnir í Varmahlíð, austan Vatna og á Sauðárkróki röðuðu sér í þrjú efstu sætin en Húnavallaskóli kom þar næstur.
Það verða því Varmahlíðarskóli, Hvolsskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Grunnskóli vestur Húnvetninga, Grunnskólinn á Ísafirði, Egilsstaðaskóli og Giljaskóli sem etja kappi í úrslitum í Skólahreysti 2012-03-30
Úrslitin voru eftirfarandi:
Skóli | Gildi | Stig |
---|---|---|
Varmahlíðarskóli | 40 | 40,00 |
Grunnskólinn austan Vatna | 38 | 38,00 |
Árskóli | 37 | 37,00 |
Húnavallaskóli | 31 | 31,00 |
Hafralækjarskóli | 29 | 29,00 |
Grunnskóli Fjallabyggðar | 28 | 28,00 |
Grenivíkurskóli | 25 | 25,00 |
Blönduskóli | 24 | 24,00 |
Dalvíkurskóli | 18 | 18,00 |