Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði að bryggju á Sauðárkróki rétt fyrir kl. 16 í gær og var við höfn til kl. 20 í gærkvöldi. Þá halda þeir út á fjörðinn þar sem stefnt er á að halda björgunaræfingu á sjó, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Ægir kom síðast á Sauðárkrók þegar skipið átti að flytja ísbjörninn, sem hingað kom á land árið 2009, til Grænlands en ekkert varð þó úr því.

Sjá nánar um fréttina og myndir á Feykir.is