Jón Hrólfur Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur sagt að erfitt hafi verið undanfarið að manna björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði. En undanfarið hefur ábyrgð skipsins verið á herðum fjögurra manna sem er of lítið fyrir skip eins og Sigurvin. Til að öryggi sjófarenda sé sem mest þarf að fjölga þeim mönnum og konum sem hafa vélstjórnar- og skipstjórnarréttindi og geta gefið sér tíma í að vera í áhöfn skipsins.  Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á kveldulfur@simnet.is.

Sigurvin