Valur Reykjalín Þrastarson hefur yfirgefið Knattspyrnufélag Fjallabyggðar fyrir Hauka í Hafnarfirði. Valur er uppalinn hjá KF og hefur spilað frá unga aldri með félaginu. Hann hafði einnig félagskipti við Val í Reykjavík árið 2018 en kom til baka í fyrra og spilaði með KF eftir erfið meiðsli.  Valur hefur leikið 58 leiki í meistaraflokki og skorað 6 mörk og einnig leikið 22 leiki í deildarbikar og Norðurlandsmótinu og skorað 11 mörk. Valur hjálpaði KF að komast uppúr 3. deildinni í fyrra og lék 22 leiki og skoraði 3.

Haukar hafa verið duglegir að bæta við nýjum leikmönnum í upphafi árs og er Valur einn þeirra. Félagið leikur í 2. deildinni í sumar og ætlar sér örugglega að komast beint upp í 1. deildina.

KF og Haukar mætast á Ólafsfjarðarvelli, 6. júní, og gæti hann leikið þar gegn sínu uppeldisfélagi.

Valur flutti á höfuðborgarsvæðið sl. haust og stefnir á nám. Óskum honum velfarnaðar hjá nýju félagi.

Mynd frá Valur Reykjalín Þrastarson.