Útvarp Trölli FM 103,7 sem sendir út frá Fjallabyggð er nú aðgengilegur í appinu Spilarinn sem hægt er að sækja í App Store og Google Play fyrir Android síma. Spilarinn er frítt app sem breytir símanum í útvarp. Allar helstu útvarpsrásir Íslands eru aðgengilegar. FM trölli hefur einnig verið aðgengilegur á netinu, fm.trolli.is.