Búið er að manna lið Skagafjarðar í spurningaþættinum Útsvari sem sýndur er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á föstudagskvöldum í vetur.

Liðið skipa þau Guðný Zoëga fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Fyrsta keppni Skagafjarðar er 16. nóvember nk. á móti liði Fjarðabyggðar.