Í Grunnskóla Fjallabyggðar geta krakkar á unglingastigi sótt um valáfangann Útivist og hreyfing. Kennari er María B. Leifsdóttir. Útivistaráfangar eru einnig kenndir í Menntaskólanum á Tröllaskaga og er þetta því góður undirbúningur fyrir það. Í október fór hópur krakka frá Héðinsfirði og yfir í Skútudal á Siglufirði, en það er vinsæl gönguleið í Fjallabyggð.