Útgáfuhóf verður í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði, föstudaginn 15. mars kl. 20:00. Tilefnið er sjötta og nýjasta ljóðabók Þórarins Hannessonar.

Ljóðin voru samin um listaverk sem bar fyrir augu höfundar í ferð til Tenerife vorið 2018.
Léttar veitingar og lifandi tónlist, allir velkomnir.