Nú um helgina hefur fyrirtækjamót Blakfélags Fjallabyggðar í strandblaki farið fram á vellinum við Rauðku á Siglufirði. Alls voru 32 fyrirtæki sem tóku þátt í mótinu og voru spilaðir 31 leikur. Sigurvegarar síðasta árs, Arion Banki tapaði fyrir Fjallabyggð strax í 32 liða úrslitum og því ljóst að nýtt fyrirtæki myndi vinna mótið í ár. Eftir marga jafna og spennandi leiki var það Weyergans og KLM sem spiluðu til úrslita. Hjónin Anna María og Óskar spiluðu fyrir Weyergans og hin ungu Oddný Halla og Eduard Bors voru leikmenn KLM. Leikurinn var skemmtilegur en að lokum var það Weyergans sem bar sigur úr bítum.
Strandblaksnefnd BF vill þakka öllum þeim leikmönnum sem tóku þátt í mótinu sem og öllum þeim 32 fyrirtækjum sem tóku þátt og styrktu þannig viðhald strandblaksvallarins en en þau voru:
SR, FRIDA súkkulaðikaffihús, Torgið, Vélaleiga Sölva, Skíðasvæðið á Siglufirði, ÓHK Trésmíði, Weyergans, Jón Heimir málarameistari, Siglósport, Norcon ehf, Spikk & Span, Hjarta bæjarins, Berg byggingarfélag, Snyrtistofa Hönnu, Aðalbakarí, KLM, Primex, Málaraverkstæðið, Höllin, Hrímnir hár og skeggstofa, Hárgreiðslustofa Sillu, Siglufjarðar Apótek, Símverk, Siglunes Guesthouse, Fiskkompaníið, Olís, Raffó, Rammi, Fjallabyggð og Arion Banki.