Golfmótið Sjóarasveifla var haldið á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði um helgina í tilefni Sjómannahelgarinnar, það var Golfklúbbur Fjallabyggðar(GFB) sem hélt mótið. Fjórtán voru skráðir til leiks en þrír mættu ekki á rástíma, alls voru 8 karlar og 3 konur sem kepptu. Keppt var í punktakeppni með forgjöf í opnum flokki og voru leiknar 18 holur.

Björn Kjartansson fékk flesta punkta í dag, eða 38 punkta og lék mjög vel, hann var með 12 í forgjöf fyrir mótið en lék á 10. Í öðru sæti var Sigríður Guðmundsdóttir með 35 punkta. Í þriðja sæti var Konráð Þór Sigurðsson með 34 punkta.  Allir nema Björn Kjartansson léku talsvert yfir sinni forgjöf á þessu móti.