Hið árlega Opna Kristbjargarmót í golfi var haldið í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar. Góð þátttaka var í mótinu og voru 22 kylfingar sem tóku þátt, 7 konur og 15 karlar. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni og voru vegleg gjafabréf frá Golfskálanum í verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Flestir kylfingar komu frá GFB, en einnig frá GA og GHD. Ræst var út frá fyrstu 7 teigunum.
Flesta punkta fékk Snævar Bjarki Davíðsson frá GA, hann endaði með 41 punkt. Fylkir Þór Guðmundsson frá GFB var í öðru sæti með 39 punkta. Einar Ingi Óskarsson frá GFB var í þriðja sæti og einnig með 39 punkta.
Boðið var upp á súpu og brauð að móti loknu.