Golfmótið Benecta Open var haldið í dag á Sigógolf á Siglufirði í blautu og köldu veðri.  Alls mættu 17 lið til leiks og keppt var í Texas Scramble. Keppendur skemmtu sér vel þrátt fyrir að veður hafi ekki verið upp á sitt besta og var það rætt á milli keppenda að völlurinn væri í góðu standi eftir þær miklu rigningar sem hafa staðið linnulaust yfir síðustu daga. Kaffi og tertur voru svo í boði eftir verðlaunaafhendingu.

Úrslit:

1. sæti. Lið Við tvö. Jóhanna Þorleifsdóttir og Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson.
2. sæti. Lið Maó. Eiður Stefánsson og Hjörtur Sigurðsson.
3. sæti. Lið Team H&B. Þórveig Hulda Alfreðsdóttir og Björn Steinar Stefánsson.

Nándarverðlaun:

6. hola. Jóhann Már Sigurbjörnsson. 216 cm.
7. hola. Jóhanna Þorleifsdóttir. 52,5 cm.
9. hola. Haukur Óskarsson. 178 cm.

Lengsta upphafshögg á 8. holu:

Konur: Ása Guðrún Sverrisdóttir.
Karlar: Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Heimild og myndir: Siglógolf.

Myndir: Siglógolf

Mynd frá Siglo Golf.

Mynd frá Siglo Golf.