Úrslit í 4 ganga mótinu

Fjögurra ganga hjólreiðamótið fór fram í gær og ræst var frá Strákagöngum á Siglufirði og endaði mótið á Akureyri. Fyrstur í mark í karlaflokki var Hafsteinn Ægir Geirsson fæddur 1980 á tímanum 02:00:39.5. Í öðru sæti var Birkir Snær Ingvason, fæddur 1990, á tímanum 02:01:10.0. Í þriðja sæti var Eyjólfur Guðgeirsson, fæddur 1992, á tímanum 02:04:27.3.

Fyrst í kvennaflokki var Ágústa Edda Björnsdóttir, fædd 1977, kom á tímanum 02:18:32.5. Í öðru sæti var Ása Guðný Ásgeirsdóttir, fædd 1977, kom á tímanum 02:22:00.8. Í þriðja sæti var Anna Kristín Pétursdóttir, fædd 1977, kom á tímanum 02:23:02.3.

Í junior flokki karla kom Sæmundur Guðmundsson fyrstur í mark á tímanum 02:08:10.4, hann er fæddur árið 2000. Í öðru sæti, nánast á sama tíma var Kristinn Jónsson, á tímanum 02:08:10.7, einnig fæddur árið 2000. Í þriðja sæti var Sólon Nói Sindrason á tímanum 02:10:51.3, einnig fæddur árið 2000.

Öll nánari úrslit má finna á vefnum tímataka.net