Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Kæra ferðaþjónustufólk á Norðurlandi

Skráning á Uppskeruhátíðina 1. nóvember n.k. gengur vel.

Það er mikilvægt að allir sem ætla að koma láti skrá sig.

Dagskráin er leyndarmál, eins og alltaf, en við vitum þó að það verður endað með kvöldverði í Félagsheimilinu á Þórshöfn.

Við viljum vekja sérstaka athygli ykkar á því að 10 söluaðilar frá Icelandair í Svíþjóð, ásamt fulltrúum Icelandair og Iceland Travel munu verða með í för og njóta dagsins og kvöldsins með okkur.
Þeir verða í sér rútu, en við munum eiga möguleika á að hitta þá þar sem verður stoppað.
Einnig má geta þess að Ferðamálastjóri Ólöf Ýrr Atladóttir, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Jón Ásbergsson, og skrifstofustjóri ferðamála í nýju Atvinnuvegaráðuneyti Helga Haraldsdóttir, hafa öll þegið boð um að vera með okkur þennan dag.

Hér koma upplýsingar um gistingu og rútuferðir.

Gisting:
Við höfum fengið eftirfarandi tilboð til þátttakenda Uppskeruhátíðarinnar frá þeim sem selja gistingu á Þórshöfn og nágrenni og við hvetjum
þátttakendur til að panta sér gistingu hjá einhverjum þeirra sem fyrst.

Ytra –Áland,ferðaþjónusta bænda:
Tilboð v/uppskeruhátíðar:
Bjóðum upp á tveggja manna herbergi með private baði morgunverður innifalinn verð 6500 per mann (2 herbergi)
Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði morgunverður innifalinn verð 5500 per mann (3 herbergi þar af eitt stórt þriggja manna )
Eitt eins manns með sameiginlegu baði.
www.ytra-aland.is/
Sími 468 1290 / Farsími: 863 1290
Netfang: ytra-aland@ytra-aland.is

Farfuglaheimilið á Ytra Lóni
býður 2 manna herbergi, uppbúið með baði og morgunmat á 6.500 kr. pr mann, og án baðs 5.500.
Hafa má samband ef fólk hefur aðrar óskir.
www.visitlanganes.com
Sími: 468-1242 / farsími: 846 6448
Netfang: ytralon@visitlanganes.com

Gistiheimilið Lyngholt
býður gistingu fyrir uppskeruhátíðina og þetta eru verðin:
Eins manns herbergi kr. 6.500
Tveggja manna herbergi kr. 9.500
Morgunverður er sjálfsafgreiðsla í eldhúsinu kr. 1.200
www.lyngholt.is
Sími: 468-1238 / farsími 897 5064
Netfang: lyngholt@lyngholt.is

Hótel Norðurljós, Raufarhöfn
býður 2ja manna herbergi á kr. 6.000 með morgunverði.
www.hotelnordurljos.is
Sími 465 1233
Netfang: hotelnordurljos@hotelnordurljos.is
Rútuferðir:
Það fer rúta frá Hofi kl.8.00, að morgni fimmtudagsins 1.nóv., og kemur við á Akureyrarflugvelli, og ekur svo austur í Þingeyjarsýslur
Reiknað er með að önnur rúta fari um Mývatnssveit, Húsavík og svo austur.

Það verður rútuferð til Akureyrar að uppúr miðnætti á fimmtudagskvöldið, og önnur kl.9.00 að morgni föstudagsins.
Einnig verður keyrt á gististaðina á Ytra-Álandi og Ytra-Lóni eftir kvöldskemmtunina ef þörf krefur.

Nánar á www.nordurland.is