Rúv.is greinir frá því að öllu starfsfólki hjá fiskvinnslunni Sæmá á Blönduósi hafi verið sagt upp eða 12 manns. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember.
Fyrirtækið Sæmár er dótturfélag Norðurstrandar á Dalvík og er eina fiskvinnslan á Blönduósi. Að sögn Guðmundar Stefáns Jónssonar, framkvæmdastjóra Sæmás og Norðurstrandar, er ástæða uppsagnanna óvissa í rekstrarumhverfi. Fyrirtækið sé kvótalaust og hafi keypt allan fisk á markaði og eins sé óvissa um byggðakvóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að loka Sæmá, en að sögn Guðmundar eru uppsagnirnar varúðarráðstöfun á meðan verið er að meta stöðuna.
Heimild: Rúv.is