Uppeldismiðstöð sem veita mun alhliða ráðgjöf um barnauppeldi verður fljótlega opnuð á Akureyri. Þar geta foreldrar fengið lausn á vandamálum er tengjast uppeldi barna sinna í gegnum símalínu – og jafnvel fengið aðstoð heim í stofu.

Fjölskyldulínan er nýtt fyrirtæki á Akureyri sem veita mun foreldrum aðstoð í uppeldishlutverkinu. Að sögn Soffíu Gísladóttur, uppeldis- og menntunarfræðings, mun fyrirtækið veita aðstoð í stóru sem smáu, til að mynda með námskeiðahaldi og með rekstri símalínu og gagnvirkrar heimasíðu.

Soffía segir að foreldrar geti leitað til Fjölskyldulínunnar af minnsta tilefni en miðstöðin er hugsuð sem bakland fyrir foreldra í uppeldinu. Áætlað er að Fjölskyldulínan verði opnuð á sumardaginn fyrsta en fyrirtækið var eitt af fjölmörgum verkefnum sem kynnt voru á nýliðinni atvinnu-og nýsköpunarhelgi á Akureyri.

Heimild: Rúv.is