Undankeppni söngkeppninnar Samfés fyrir Norðurland verður haldin í Miðgarði í Varmahlíð í kvöld. Félagsmiðstöðvar frá Norðurlandi taka þátt, en óveður er nú á Öxnadalsheiði og snéru því Siglfirðingar og Ólafsfirðingar við og taka því ekki þátt í kvöld. Þeir stefna í staðinn til Akureyrar til að sjá myndina Contraband í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Um 70 krakkar frá Siglufirði og Ólafsfirði lögðu af stað í tveim rútum til Varmahlíðar, en snéru við á leiðinni sökum veðurs.