Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur auglýst eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017. Nafnbótin bæjarlistamaður getur hlotnast einstökum listamanni eða hópi. Styrkur til bæjarlistamanns 2017 nemur kr. 300.000 til einstaklings og kr. 400.000 til hóps. Umsóknir eða ábendingar skulu berast til sveitarfélagsins fyrir 6. desember 2016, með bréfi eða í tölvupósti á netfang markaðs- og menningarfulltrúa; lindalea@fjallabyggd.is.