Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 voru veittar fimmtudaginn 16. september í Húsi frítímans og er það í 17. skipti sem það er gert. Eins og undanfarin ár var það Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem stóð að verðlaunaafhendingunni ásamt formanni Umhverfis-og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ingu Huld Þórðardóttur.
Fanney Ísfold Karlsdóttir annaðist verðlaunaafhendinguna fyrir hönd Soroptimistaklúbbsins og hópstjórar sögðu lítillega frá verðlaunastöðunum.
Viðurkenningarflokkarnir sem koma til greina eru sjö talsins, en ekki er alltaf veitt verðlaun í öllum flokkum á sama ári.
Flokkarnir eru:
- Sveitabýli með búskap
- Sveitabýli án búskapar
- Lóð í þéttbýli
- Lóð við fyrirtæki
- Lóð við opinbera stofnun
- Snyrtilegasta gatan
- Einstakt framtak
Í ár voru veitt 5 verðlaun í fjórum flokkum, það voru:
Tvenn verðlaun voru veitt í flokknum lóð í þéttbýli:
Lóð í þéttbýli: Drekahlíð 7, Sauðárkróki. Eigendur: Pálmi S. Sighvats og Birgitta Pálsdóttir
Lóð í þéttbýli: Reynimelur, Varmahlíð. Eigendur: Hafsteinn Harðarson og Amelía Árnadóttir
Sveitabýli með hefðbundinn búskap: Korná í Lýtingsstaðahreppi. Eigendur: Högni Elfar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir
Lóð við opinbera stofnun: Reynistaðakirkja. Sigurlaug Guðmundsdóttir formaður sóknarnefndar veitti verðlaununum viðtöku.
Einstakt framtak: Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi. Forsvarskonur: Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir
Texti og mynd: Skagafjördur.is