Talsverð umferð hefur verið í gegnum Héðinsfjarðargöng síðustu daga, enda eru stórar hátíðir í gangi í Fjallabyggð. Á miðvikudag fóru 1285 bílar í gegnum göngin, 1275 á fimmtudag og rúmlega 1542 á föstudag.

Sáralítil umferð hefur verið yfir hánóttina, en upp úr kl. 7:00 byrjar stöðug umferð sem er nokkuð jöfn yfir daginn.

Um Ólafsfjarðarmúla fóru 1116 bílar á fimmtudag og 1295 á föstudag. Um Siglufjarðarveg fóru 550 bílar á fimmtudag og 714 á föstudag.