Búist er við 500 blakmönnum og konum í Fjallabyggð um helgina en Sigló Hótel Benecta mót BF 2019 er nú haldið á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Alls verða þetta 161 leikir og eru kvennaliðin fjölmennust en 42 kvennalið voru skráð til leiks og 21 karlalið. Að vanda lýkur mótinu með veglegu lokahófi sem uppselt er á.  Kvennaliðin leika í sex deildum og karlanir í þremur deildum. Fyrstu leikirnir eru þegar hafnir og leikið verður fram eftir kvöldi á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Mótið heldur svo áfram á morgun með fjölmörgum leikjum.