Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í áttunda sinn á föstudaginn síðastliðinn. Í skólann eru skráðir nær 370 nemendur, þar af um 100 staðnemar líkt og á vor önn 2017, en þá voru um 350 nemendur alls. Að lokinni skólasetningu hittu nemendur umsjónarkennara sína. Mörg samstarfsverkefni við erlenda skóla eru í gangi eða að hefjast og nemendur geta valið úr möguleikum til að taka þátt í áhugaverðum áföngum og ferðast til annarra landa.

Vígsla nýrrar viðbyggingarinnar MTR fer fram föstudaginn 25. ágúst kl. 16.00.