Nú hafa um 120 hugmyndir bæjarbúa um úrbætur í umhverfismálum verið skráðar á heimasíðu Akureyrarbæjar. Framkvæmdaráð óskaði eftir ábendingum um það sem betur má fara og hvernig verja eigi þeim hálfum milljarði króna sem bæjarstjórn ákvað að veita í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar.
Powered by WPeMatico